VIÐBÆTUR VIÐ BBM CHANNELS

Velkomin(n) á BBM Channels, félagslegt nettengslatæki BBM sem víkkar tengslanet þitt umfram fjölskyldu og vinahóp og gerir þér kleift að tengjast fólki, samfélögum og vörumerkjum sem vekja áhuga þinn. Ef að þú notar BBM á verkvangi BlackBerry, BBM og BBM Channels ert þú hluti af BlackBerry-lausn þinni, eins og hún er skilgreind í skilmálum samnings um notandaleyfi BlackBerry ("BBSLA") sem nær yfir not þín á hugbúnaði og þjónustu sem saman mynda BlackBerry-lausnina þína og þú ert þegar hluti af. Ef að þú notar BBM á verkvangi utan-BlackBerry verða BBM og BBM Channels hluti af BBM-lausninni þinni, eins og hún er skilgreind í skilmálum skilmálasamþykkta BBM ("BBM ToS") og þeim undirorpin, sem nær yfir not þín á BBM-lausninni og þú ert þegar hluti af. Í skilningi þessa viðauka á hugtakið "BBM-samþykkt" við um BBSLA eða BBM ToS sem nær yfir not þín á BlackBerry-lausninni þinni eða BBM-lausninni, eins og við á. Ef þú ert að skráð þig til að nota BBM Channels í gegnum vefgátt BBM-rásanna á hugtakið "BBM-samkomulag" við um BBM ToS. Ef þú átt ekki afrit af viðeigandi BBM-samkomulagi fyrir lögsagnarumdæmi þitt getur þú nálgast það á www.blackberry.com/legal.

Um leið og BBM-samkomulagið á við um BBM Channels, þar sem það er hluti af BlackBerry-lausninni þinni eða BBM-lausninni, eins og við á, bætir þessi viðauki við frekari skilmálum sem eiga við um not þín á þjónustu BBM Channels. Vísað er til BBM-samkomulagsins, viðbætts og lagaðs af þessum viðauka sem vísað er til sem "skilmála BBM rásanna". Ef að BBM-samkomulagið og þessi viðauki BBM Channels stangast á mun viðauki BBM Channels ráða hvað varðar þann ágreining.

SKILMÁLAR BBM CHANNELS VERÐA AÐ BINDANDI SAMKOMULAGI Á MILLI ÞÍN: SEM EINSTAKLINGS EF ÞÚ SAMÞYKKIR ÞAÐ SEM SLÍK(UR) EÐA EF ÞÚ HEFUR HEIMILD TIL NOTKUNAR BBM-RÁSANNA FYRIR HÖNDFYRIRTÆKIS ÞÍNS EÐA ANNARS AÐILA, Á MILLI ÞESS AÐILA SEM ÞÚ ERT FULLTRÚI FYRIR (HVORT SEM ER, "ÞÚ" MEÐ SKÍRSKOTUN TIL "ÞÍN" EÐA "ÞÉR" FRAM SETT Á VIÐEIGANDI HÁTT), OG HINS SKRÁÐA BLACKBERRY-LÖGAÐILA SEM ÞÚ GERÐIR BBM-SAMKOMULAG VIÐ ("VÉR" eða "VIÐ") ÞEGAR ÞÚ SAMÞYKKIR ÞENNAN VIÐAUKA BBM-RÁSANNA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á "ÉG SAMÞYKKI" AÐ NEÐAN. EF ÞÚ ERT EKKI TILBÚIN(N) TIL AÐ SAMÞYKKJA SKILMÁLA BBM-RÁSANNA HEFUR ÞÚ EKKI HEIMILD TIL AÐ NOTA ÞJÓNUSTU BBM CHANNELS. Öll skáletruð hugtök í þessum viðauka BBM-rásanna sem ekki eru skilgreind í þessum viðauka við BBM Channels hafa þá þýðingu sem fram er sett í BBM-samkomulaginu.

1. SKÖPUN BBM CHANNEL.

1.1 Samkvæmt skilmálum BBM-rásanna getur þú notað BBM Channels til að skapa og stjórna einstakri BBM Channel ("Rás") sem vekur athygli á vörumerki, félagsskap, atburði eða einstaklingi sem þú ert löglega í forsvari fyrir. MEÐ ÞVÍ AÐ SKAPA BBM CHANNEL, LOFAR ÞÚ OG ÁBYRGIST AÐ ÞÚ HAFIR HEIMILD TIL AÐ SKAPA OG STJÓRNA RÁSINNI FYRIR HÖND VÖRUMERKISINS, FÉLAGSINS, ATBURÐARINS EÐA EINSTAKLINGSINS SEM UM RÆÐIR.

1.2 Þú gætir einnig skapað rás til að sýna stuðning við eða áhuga á vörumerki, félagsskap, atburði eða einstaklingi, að því gefnu að þú gerir það aðeins með þeim hætti að: (i) ekki sé gefið í skyn að rásin þín sé sköpuð af viðkomandi vörumerki, félagsskap, atburði eða einstaklingi, (ii) gefir ekki í skyn að rásin þín sé studd af viðkomandi vörumerki, félagsskap, atburði eða einstaklingi ef að rásin þín hefur ekki slíkan stuðning eða heimild, (iii) að ekki sé fyrirhugað að villa um fyrir, rugla í ríminu eða blekkja aðra, og (iv) að ekki sé með öðrum hætti brotið í bága við eða brotið á rétti viðkomandi vörumerkis, félagsskapar, atburðar eða einstaklings, þ.m.t. vörumerki, höfundarrétti eða auglýsingu.

1.3 Nafn þitt og tengslaupplýsingar, heiti rásarinnar og allar aðrar upplýsingar eða lýsingar sem þú veitir við skráningu rásarinnar eða eru annars meðfylgjandi rásinni, verða að vera réttar og ekki villandi og verða að endurspegla efnisinnihaldið. Heiti rásar þinnar verður að vera einstakt og má ekki vera almenn (t.d. matur, bílar).

1.4 Þú mátt ekki skapa eða nota rásir í truflandi eða meiðandi tilgangi. Án takmarkana þess sem að ofan greinir, mátt þú ekki skapa eina eða fleiri rásir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að aðrir noti þær rásir, selja rásirnar, nöfn þeirra eða "léntaki" (squatting) þær með öðrum hætti. Við áskiljum okkur rétt til að fjarlægja eða segja upp rásum sem brjóta ákvæði skilmála BBM Channels, hvaða reglur sem við birtum varðandi notkun BBM Channels eða hvaða rásar sem ekki er í notkun. -Við áskiljum okkur rétt til að flytja óheimilaðar rásir, rásanöfn, Channel ID og/eða stjórnunargetu þeirra til vörumerkis, félagsskapar, atburðar eða einstaklings eða fulltrúa þeirra, sem við teljum að eigi rétt á rásarnafninu eða að skapa rás fyrir vörumerkið, félagsskapinn, atburð eða einstakling sem við á.

1.5 Þegar skráning rásar þinnar hefur verið samþykkt getur þú birt og sýnt efni (eins og skilgreint er í samkomulagi BBM) sem er viðeigandi vörumerkinu, félagsskapnum, atburðinum eða einstaklingnum sem áhersla er lögð á á rásinni. Birting og sýning efnis á rás flytur ekki eignarrétt þess til okkar en með því að gera það veitir þú okkur og tengslafyrirtækjum okkar heimild til notkunar þess efnis eins og fram er sett í BBM-samkomulaginu, þannig að við og tengslafyrirtæki okkar getum boðið þetta efni sem hluta af þjónustu BBM-rásanna. Þú veitir okkur einnig, ásamt tengslafyrirtækjum okkar, ókeypis rétt um víða veröld, eins lengi og viðeigandi rás er til staðar, til að endurrita og sýna á almannafæri efni þitt, þar með talið, án takmarkana, heiti rásar, skjáskot, myndmerki, táknmyndir og vörumerki ("merki") í öllum miðlum, hvort sem þeir eru þekktir eða verða þróaðir síðar í tengslum við kynningar á BBM Channels, að áður fengnu þínu samþykki sem ekki skal legið óþarflega á eða seinkað með ósanngjörnum hætti. Við samþykkjum og viðurkennum að við eigum engan rétt, afsal eða hagsmuni í eða á merkjum þínum (nema hvað varðar réttinn til notkunar þeirra samkvæmt ákvæðum skilmála BBM Channels, og samþykkjum einnig að allur réttur þinn til þessara merkja skuli áfram vera þinn. Án þess að takmarka ofangreint munum við í tengslum við notkun á merkjum þínum til að auglýsa BBM Channels ekki: (i) Breyta merkjunum eða einhverju þeirra, nema með þeim hætti sem þú hefur skýrt samþykkt fyrirfram, og samkvæmt þeim aðferðum sem lýst er að ofan; (ii) sameina einhver merki þín eða öll, öðrum merkjum eða útbúa samsett merki; eða (iii) gera eitthvað það sem myndi takmarka rétt þinn til merkjanna eða hafa áhrif þar á.

1.6 Þú samþykkir og viðurkennir að rásin þín muni verða finnanleg öllum öðrum notendum BBM Channels (nema að þú veljir að gera rás þína að einkarás við uppsetningu hennar) og að innihald rásar þinnar sé opinbert og sýnilegt öllum þeim sem eru áskrifendur að rás þinni ("áskrifendur"), eða geta á annan hátt skoðað rás þína og efni hennar.

1.7 Þó að við veitum þér möguleikann á að skapa rásina ert þú ein(n) algerlega ábyrg(ur) fyrir stjórnun og notkun rásar þinnar, þ.m.t. efni og samskiptum við áskrifendur.

1.8 Ef þú býður upp á eða gerir tilboð ("tilboð") tiltæk áskrifendum í gegnum rásina þína, þar með talið að tengja vefslóð að öðru vefsetri sem felur í sér upplýsingar um tilboðið á eftirfarandi við án takmarkana neins í skilmálum BBM Channels:

(a) Þú mátt aðeins bjóða vöru og þjónustu sem þú ert söluaðili á, samþykktur umboðssali fyrir eða framleiðandi.
(b) Þú verður að ganga úr skugga um að tilboð þitt standist öll viðeigandi lög, reglur og reglugerðir.
(c) Þú verður að skýra ljóslega skilmála sem fylgja tilboði þínu, þ.m.t. allar takmarkanir og síðustu söludaga.
(d) Þér er ekki heimilt að halda fram eða gefa í skyn að við séum tengd tilboði þínu með nokkrum hætti; að því gefnu að notanda sé beint á setur eða þjónustu sem rekin er af okkur eða fyrir okkar hönd, s.s. BlackBerry World, mun það ekki vera brot á þessu ákvæði.
(e) Þú ert í einu og öllu ábyrg(ur) fyrir uppfyllingu tilboðsins og samþykkir, ef við óskum þess, að verja okkur gegn hverskyns kröfum eða málaferlum sem tengjast tilboði þínu og tryggir okkur gegn hvers kyns tapi, ábyrgðum og kostnaði (þ.m.t. öllum sanngjörnum málskostnaði) sem við megum þola eða á okkur lendir í tengslum við tilboð þitt; og
(f) Við erum ekki ábyrg fyrir neinum óeðlilegum innlausnum, svindli eða öðrum málum sem stafað geta af tilboði þínu.

1.9 Ef þér er veittur aðgangur að eða gert fært að safna beint persónugreinanlegum upplýsingum um áskrifendur þína, verður þú að fara að viðeigandi persónu- og friðhelgislögum, þ.m.t. án takmarkana að veita áskrifendum almennan aðgang að friðhelgisreglum þínum þar sem skýrt er tekið fram fyrir áskrifendum hvaða upplýsingum þú safnar, í hvaða tilgangi og fá heimild þeirra sem kveðið er á um samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum.

2. ÁSKRIFT AÐ RÁS OG BIRTING ATHUGASEMDA Á HENNI

2.1 Með því að verða áskrifandi að rás staðfestir þú og samþykkir að:

(a) Eigandi rásarinnar megi senda þér efni, tilboð, upplýsingar um kynningar eða önnur samskipti innan BBM. Vinsamlega skoðaðu viðeigandi stillingar og kosti fyrir rásina til að stjórna því hvaða slíkar sendingar eru mótteknar frá eiganda rásarinnar og hvernig skal hætta áskrift að rásinni ef þú óskar þess að fá ekki slíkar sendingar aftur.
(b) Eigandi rásarinnar mun hafa aðgang að tilteknum upplýsingum um þig, eins og skjánafni og skjámynd og hvers kyns persónulegar upplýsingar sem veittar voru eiganda rásarinnar munu falla undir viðeigandi friðhelgireglur eiganda rásarinnar.
(c) Ef það er virkjað af stjórnanda rásarinnar munt þú geta birt athugasemdir við og gefið til kynna samþykki þitt við birtingar eða athugasemdir á rás ("athugasemd") og/eða spjallað við stjórnanda rásarinnar. Athugasemdir þínar og spjall ættu að takmarkast við efni rásarinnar og ættu að fara að stöðlum BlackBerry um netsamfélagið, sem sjá má á www.blackberry.com/legal/communitystandards;
(d) Athugasemdir þínar og allt val þitt á þjónustu BBM Channels til að gefa til kynna ánægju þína á birtingu eða athugasemd verða birtar almenningi og geta aðrir áskrifendur að rásinni skoðað þær, sem og aðrir sem geta annars skoðað rásina og innihald hennar (t.d. stjórnendur rásarinnar), aðrir áskrifendur með BBM-tengsl sín geta deilt þeim og geta stjórnendur rásarinnar fjarlægt þær. Af þessum ástæðum mælum við sterklega með að þú birtir engar persónugreinanlegar upplýsingar í athugasemdum þínum eða í spjalli við eigendur rásarinnar, og
(e) BBM-birtingarnafn þitt og mynd mun birtast með hvers kyns athugasemdum sem þú birtir eða leggur fram til rásarinnar. Auk þess munu rásir sem þú ert áskrifandi að vera skoðanlegar þeim sem geta skoðað BBM-forsniðið þitt, ásamt tengslalista þínum og þeim sem þú býður til að verða BBM-tengiliðir. Við getum einnig veitt meðmæli með rásum sem vakið gætu áhuga þinn, grundvallað á þeim rásum sem þú og BBM-tengiliðir þínir eru áskrifendur að og öðum upplýsingum sem tengjast BBM-forsniðinu þínu og BlackBerry ID og geta gefið til kynna í áskriftarboðum að rás sem sendar eru BBM-tengiliðum þínum að þú hafir gerst áskrifandi að rás. Þú getur sagt upp áskrift að rás ef þú óskar þess að sú rás sé ekki talin upp í BBM-forsniðinu þínu.

3. VIÐBÓTARREGLUR NOTENDA. Til viðbótar við BBM-samkomulagið sem þú ert þegar aðili að og án takmörkunar neins sem þar er ritað, samþykkir þú eftirfarandi:

3.1 Þú ert algerlega ábyrg(ur) fyrir öllu efni og athugasemdum sem þú birtir eða leggur fram á rásinni. Við stjórnum ekki efni eða athugasemdum og við ábyrgjumst ekki nákvæmni, heilleika eða gæði og munum ekki bera neinn skaða af því efni eða athugasemdum. Hvers kyns tiltrú á slíkt efni eða athugasemdir er á þína eigin ábyrgð.

3.2 Þú ert ábyrg(ur) fyrir því að fara að öllum viðeigandi lögum og reglugerðum (og viðmiðunarreglum þessarar þjónustugreinar þar sem við á) hvað varðar not þín af BM Channels, þ.m.t. birtingu og framlagningu efnis eða athugasemda á rás og ef við á, ertu ábyrg(ur) fyrir því að hafa reglur um brottnám efnis sem brýtur á einhverjum á þinni rás, og skulu þær vera í samræmi við þúsaldarlögin um stafrænan höfundarrétt (Digital Millennium Copyright Act). Án þess að takmarka ofangreint verður efni sem þú birtir á rás að vera í samræmi við efnisviðmiðanir BBM-rásanna, sem finna má á www.blackberry.com/legal/bbmcontentguidelines;

3.3 Þér er óheimilt að senda "ruslpóst" til notenda eða rása, þ.m.t. að endurtaka birtingar eða nota svipaðar birtingar eða birta athugasemdir sem ekki eiga við um birtingar á rásinni þar sem þær birtast.

3.4 Þú samþykkir að við megum setja takmarkanir á aðgang þinn að tilteknum rásum eða efni, þ.m.t. án takmarkana, byggt á aldri þínum og staðsetningu sem við söfnum frá þér og notum þær upplýsingar til að bjóða upp á efni sem er viðeigandi fyrir forsnið þitt eða lögsagnarumdæmi eða gæti að öðru leyti verið áhugavert fyrir þig.

3.5 Við og umboðsmenn okkar höfum þann rétt (en ekki skyldu) samkvæmt ákvörðun okkar að forskoða, hafna eða fjarlægja hvaða efni eða athugasemdir sem er af hvaða ástæðu sem er.

3.6 Þessi viðauki við BBM Channels felur í sér tilvísun í og viðbætur við stefnu okkar um persónufriðhelgi, sem finna má á www.blackberry.com/legal/privacy.shtml. Ef að friðhelgistefnan og þessi viðauki BBM Channels stangast á mun viðauki BBM Channels ráða hvað varðar þann ágreining. Án þess að takmarka almennt það sem á undan er gengið, samþykkir þú að:

(a) Ef að þú virkjar staðsetningargetu fyrir BBM Channels verður staðsetning tækis þíns miðuð reglulega (allt að á fimmtán mínútna fresti, þ.m.t. í sumum tilfellum, jafnvel þó BBM sé ekki opið á tækinu þínu) og það vistað á tækinu með GPS (þar sem það býðst), úr þráðlausum turnum og Wi-Fi/WLAN tengireitum. Í sumum tilfellum þar sem tækið þitt hreyfist á milli staða allan daginn munu slíkar upplýsingar verða sendar á BlackBerry-þjóna svo að við getum tengt upplýsingarnar við BBM eða BlackBerry ID þitt til þess að veita þér betra viðeigandi kynningarefni og efni frá rásum, þ.m.t. staðbundin eða tímaviðkvæm tilboð sem veita getu til landfræðilegara tálma (geo-fencing) sem byggð eru á núverandi staðsetningu. Vinsamlega skoðaðu valseðil BBM vegna stillinga um það hvernig óvirkja skal slíka staðsetningargetu.

(b) Við kunnum að nota upplýsingar um not þín af BBM Channels, þ.m.t. áskriftir þínar að rásum og athafnir, upplýsingar tengdar BBM-forsniði þínu og BlackBerry ID og staðsetningu þína til þess að skilja og spá fyrir um óskir þínar og hvað vekur áhuga þinn og til þess að þróa, miðla og bjóða þér upp á rásir, efni eða þjónustu sem gætu vakið áhuga þinn hjá okkur eða annarsstaðar frá, t.d. eigendum rása. Við kunnum einnig sameina slíkar upplýsingar upplýsingum um not þín af öðrum BlackBerry-lausnum, -vörum og -þjónustu (t.d. upplýsingar sem safnað er í gegnum BlackBerry World leitir og vöfrun) til að sérsníða upplifun þína, leggja til aðrar vörur og þjónustu fyrir þig og bjóða þér upp á meira viðeigandi auglýsingaefni á BBM eftir forsniðinu þínu. Þetta gæti falið í sér að senda þér boð um að gerast áskrifandi, skilaboð og birtingar innan BBM fyrir hönd eigenda rása sem óska þess að við sendum skilaboð til notenda BBM Channels eða markhópa sem passa við lýðfræðileg forsnið og áhugamál þín. Hins vega munum við ekki veita persónugreinanlegar upplýsingar til eigenda rása nema að þú gefir okkur heimild til þess (til dæmis samkvæmt hluta 2.1(b) í þessum viðauka ef þú ert áskrifandi að rás). Vinsamlega skoðaðu stillingar BBM valmyndar um tiltæk stjórntæki varðandi hvernig skal loka fyrir móttöku frekari óumbeðinna boða eða skilaboða frá tiltekinni rás og hvernig skal fella niður áskrift að rás.